Körfubolti

NBA í nótt: Orlando vann Cleveland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James gerði lítið annað en að kvarta undan dómgæslunni í gær.
LeBron James gerði lítið annað en að kvarta undan dómgæslunni í gær. Nordic Photos / Getty Images

Orlando Magic sýndi enn og aftur í nótt að gengi liðsins í vetur er engin tilviljun er liðið vann góðan sigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 99-88.

Dwight Howard skoraði 22 stig og tók átján fráköst í leiknum en Hedo Turkoglu kom næstur með nítján stig og ellefu fráköst. Rashard Lewis (nítján stig) og Jameer Nelson (18 stig) voru sem fyrr einnig öflugir.

LeBron James var hins vegar talsvert frá sínu besta en hann nýtti tíu skot af 27 utan af velli og skoraði alls 23 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Boston, Cleveland og Orlando eru í algjörum sérflokki í Austurdeildinni en sem stendur er Boston í efsta sætinu og Cleveland og Orlando eru svo skammt undan.

Þá vann Phoenix sigur á San Antonio, 114-104. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix og tók tíu fráköst og Grant Hill kom næstur með 20 stig og tíu fráköst. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 30 stig og Tony Parker var með 26.

Staðan í deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×