Umbúðalaust um stráka Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 26. júní 2009 06:00 Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar