Körfubolti

Deildinni skipt í tvo riðla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KR leikur í A-riðli en Valur í B-riðli.
KR leikur í A-riðli en Valur í B-riðli. Mynd/Valli

Nú hefur Iceland Express deild kvenna verið skipt í tvo riðla og er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferðinni í báðum riðlum.

Átta lið eru í deildinni og fara þau fjögur efstu í A-riðil og hin fjögur í B-riðil. Liðin leika nú tvöfalda umferð - heima og að heiman - áður en kemur að sjálfri úrslitakeppninni.

Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er notað hér á landi. Í stað þess að fjögur efstu liðin komast beint í úrslitakeppnina eins og raunin hefur verið hingað til komast nú sex lið í úrslitakeppnina.

Liðin sem leika í A-riðli komast öll í úrslitakeppnina. Hins vegar komast efstu tvö liðin í A-riðli beint í undanúrslit úrslitakeppninnar en hin tvö þurfa að keppa við efstu tvö liðin úr B-riðlinum.

Þannig mætir liðið sem verður í þriðja sæti A-riðils liðinu verður í öðru sæti B-riðils í öðrum leiknum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og neðsta liðið í A-riðli mætir efsta liðinu í B-riðli í hinum.

Liðin taka öll með sér þau stig sem þau hafa unnið sér inn í vetur með sér í sína riðla.

Leikið verður í riðlunum bæði á miðvikudaginn og fimmtudaginn næstkomandi og hefjast leikirnir allir klukkan 19.15.



A-riðill
:

Staðan:

Haukar 26 stig

Keflavík 22

Hamar 18

KR 16

Næstu leikir:

Miðvikudagur: Keflavík - Hamar

Fimmtudagur: Haukar - KR

B-riðill:

Staðan:

Valur 14 stig

Grindavík 8

Snæfell 6

Fjölnir 2

Næstu leikir:

Miðvikudagur: Grindavík - Snæfell

Miðvikudagur: Valur - Fjölnir

Úrslitakeppnin:

1. umferð:

3A - 2B

4A - 1B

Undanúrslit:

1A - ?

2A - ?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×