Sport

Franskur keppandi lést í Dakar rallinu

NordicPhotos/GettyImages

Dakar rallið árlega hefur þegar tekið eitt mannslíf. Franskur vélhjólakappi fannst í dag látinn eftir að hafa verið saknað í þrjá daga.

Breskur ökumaður og aðstoðarmaður hans liggja líka þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að bíll þeirra valt á laugardaginn.

Þessi hættulega keppni var ekki haldin í fyrra af öryggisástæðum og ekki þótti ráðlegt að aka í gegn um Máritaníu í Afríku á þessu ári og því var ákveðið að flytja þrítugustu Dakar keppnina til Suður-Ameríku.

Ekið verður í Argentínu og Chile í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×