Körfubolti

NBA: Lakers og Cleveland á sigurbraut

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gasol tók við keflinu að Kobe í nótt.
Gasol tók við keflinu að Kobe í nótt. Nordic Photos/Getty Images

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LA Lakers og Cleveland unnu sigra sem og Atlanta Hawks.

Lakers hefur verið að missa niður forskot í síðustu leikjum og á því varð engin breyting í gær þegar Golden State kom í heimsókn. Lakers missti niður 18 stiga forskot en Pau Gasol kom Lakers til bjargar enda var Kobe Bryant óvenju hljóðlátur.

Gasol skoraði 21 stig fyrir Lakers sem þar með vann alla fjóra leiki sína gegn Warriors í vetur. Í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Lakers vinnur alla leikina gegn nágrönnum sínum.

Lakers fer núna í langt sjö leikja ferðalag og spilar ekki aftur á heimavelli fyrr en 3. apríl.

LeBron James átti enn og aftur stórleik þegar Cleveland lagði Portland eftir framlengingu. James var með tvöfalda þrennu í 24. skiptið á ferlinum. 24 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.

Það sem James var þó hrifnastur af var sú staðreynd að Cleveland tapaði aðeins tveim boltum í leiknum og jafnaði þar með NBA-met.

Þetta var sjöundi sigurleikur Cleveland í röð sem er 31-1 á heimavelli í vetur.

Úrslit næturinnar:

LA Lakers-GS Warriors 114-106

Cleveland-Portland 97-92

Atlanta-Dallas 95-87

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×