Fótbolti

Messi skilur ekkert í Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Carlos Tevez.
Lionel Messi og Carlos Tevez. Mynd/AFP

Argentínumaðurinn Lionel Messi segir það mikil mistök hjá Manchester United að láta landa sinn Carlos Tevez fara frá liðinu en allt bendir til þess að Tevez spili ekki á Old Trafford á næsta tímabili.

„Ég skil ekki af Manchester er að láta Tevez fara vitandi það að hann er nógu góður til að vera í byrjunarliðinu hjá öllum liðum í heimi," sagði Messi í viðtalið hjá Reuters-fréttastofunni.

„Carlitos getur byrjað hjá öllum liðum í heiminum en vandamálið er að Manchester United á marga slíka leikmenn, menn eins og Rooney, Ronaldo, Berbatov og Tevez. Það er eins gott að ég telji ekki fleiri upp því þá verð ég bara stressaður," segir Messi sem er að fara að mæta Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×