Dánir og dauðir Dr. Gunni skrifar 12. nóvember 2009 06:00 Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Þessi ekki svo óvæntu endalok þykja ægilegt tabú hjá okkur og ef maður spáir of mikið í þetta fer fólk að skamma mann og segja að maður hafi óeðlilegan eða jafnvel óhugnanlega mikinn áhuga á málinu. Ekki misskilja mig, ég er ekkert mikið að spá í dauðann og ekki heldur að kvarta yfir lítilli umfjöllun. Mér finnst bara að fólk gleymi dauðanum of oft í dagsins önn. Í ljósi þessara óumflýjanlegu endaloka er fólk allt of mikið að æsa sig og missa sig í óþarfa leiðindi. Til hvers að eyða tímanum í leiðindi þegar við liggjum öll steindauð eftir hlægilega lítinn tíma (í jarðfræðilegum skilningi)? Ég tek því þess vegna með opnum hug þegar Dagbjartur, sex ára sonur minn, er að velta þessu fyrir sér. Hann og vinir hans voru að spá í dauðann og komust að þeirri niðurstöðu og mikill munur væri á því að vera dáinn og að vera dauður. „Ef maður er dauður þá dó maður á einhvern hræðilegan hátt, eins og til dæmis að verða fyrir eldingu, en ef maður er dáinn þá dó maður bara venjulega," sagði Dagbjartur. Þetta var niðurstaða strákanna. Þetta fannst mér nokkuð rökrétt því „dauður" er mun óvægnara orð en „dáinn". Dýr drepast og éta, en við konungar sköpunarinnar deyjum og borðum. Ég var ekkert að leiðrétta hann. Allir eru jafnir í dauðanum. Þetta hefur farið fram hjá fréttafólki. Nýjabrumið er svo mikilvægt að farið er hamförum yfir svínaflensu, hún kölluð faraldur og reynt að æsa mann upp í að fá stresskast. Á einu ári látast hér að meðaltali 400 manns af völdum reykinga, en það þykir ekkert merkilegt og enginn talar um faraldur í því sambandi. Kannski myndu daglegar nákvæmnisfréttir í æsistíl af reykingafaraldinum gera einhverja nógu taugaveiklaða til að fá sér móteitur: Að hætta að reykja. Líklegast er svona lítið talað um dauðann af því hann er svo leiðinlegur. Þrátt fyrir að ýmsar hugmyndir hafi verið settar fram eru menn engu nær um hvað taki við. Ég er fullviss um að það verði annað hvort eitthvað eða ekki neitt. Ég er líka nokkuð viss um að maður þarf ekki lengur að borga skatta og vaska upp. Það er því eftir einhverju að slægjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Þessi ekki svo óvæntu endalok þykja ægilegt tabú hjá okkur og ef maður spáir of mikið í þetta fer fólk að skamma mann og segja að maður hafi óeðlilegan eða jafnvel óhugnanlega mikinn áhuga á málinu. Ekki misskilja mig, ég er ekkert mikið að spá í dauðann og ekki heldur að kvarta yfir lítilli umfjöllun. Mér finnst bara að fólk gleymi dauðanum of oft í dagsins önn. Í ljósi þessara óumflýjanlegu endaloka er fólk allt of mikið að æsa sig og missa sig í óþarfa leiðindi. Til hvers að eyða tímanum í leiðindi þegar við liggjum öll steindauð eftir hlægilega lítinn tíma (í jarðfræðilegum skilningi)? Ég tek því þess vegna með opnum hug þegar Dagbjartur, sex ára sonur minn, er að velta þessu fyrir sér. Hann og vinir hans voru að spá í dauðann og komust að þeirri niðurstöðu og mikill munur væri á því að vera dáinn og að vera dauður. „Ef maður er dauður þá dó maður á einhvern hræðilegan hátt, eins og til dæmis að verða fyrir eldingu, en ef maður er dáinn þá dó maður bara venjulega," sagði Dagbjartur. Þetta var niðurstaða strákanna. Þetta fannst mér nokkuð rökrétt því „dauður" er mun óvægnara orð en „dáinn". Dýr drepast og éta, en við konungar sköpunarinnar deyjum og borðum. Ég var ekkert að leiðrétta hann. Allir eru jafnir í dauðanum. Þetta hefur farið fram hjá fréttafólki. Nýjabrumið er svo mikilvægt að farið er hamförum yfir svínaflensu, hún kölluð faraldur og reynt að æsa mann upp í að fá stresskast. Á einu ári látast hér að meðaltali 400 manns af völdum reykinga, en það þykir ekkert merkilegt og enginn talar um faraldur í því sambandi. Kannski myndu daglegar nákvæmnisfréttir í æsistíl af reykingafaraldinum gera einhverja nógu taugaveiklaða til að fá sér móteitur: Að hætta að reykja. Líklegast er svona lítið talað um dauðann af því hann er svo leiðinlegur. Þrátt fyrir að ýmsar hugmyndir hafi verið settar fram eru menn engu nær um hvað taki við. Ég er fullviss um að það verði annað hvort eitthvað eða ekki neitt. Ég er líka nokkuð viss um að maður þarf ekki lengur að borga skatta og vaska upp. Það er því eftir einhverju að slægjast.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun