Sport

Styttist í endurkomu Floyd Mayweather Jr

Ómar Þorgeirsson skrifar
Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather. Nordic photos/AFP

Mikil eftirvænting ríkir nú í hnefaleikaheiminum fyrir bardaga Floyd Mayweather Jr og Juan Manuel Marquez sem fram fer í Las Vegas 19. september næstkomandi.

Bardaginn átti upphaflega að fara fram í júlí en vegna meiðsla Mayweather Jr var honum seinkað.

Mayweather Jr er að snúa aftur í hringinn eftir að hafa bókstaflega gengið frá Ricky Hatton í desember árið 2007 en það var þrítugasti og níundi sigur hans á glæsilegum ferli en hinn 32 ára gamli Bandaríkjamaður hefur ekki tapað til þessa.

„Mér líður jafnvel núna og mér leið áður en ég tók þessa hvíld. Ég hef því ekki trú á því að þessi tæpu tvö ár eigi eftir að breyta neinu. Ef ég verð með hausinn í lagi þá fer þetta á besta veg," sagði Mayweather Jr í viðtölum á kynningarfundi fyrir bardagann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×