Íslenski boltinn

Fylkiskonur unnu sögulegan sigur í Frostaskjóli og fóru á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkiskonur fagna sigurmarki Dönku Podovac.
Fylkiskonur fagna sigurmarki Dönku Podovac. Mynd/Anton

Fylkiskonur unnu 1-0 sigur á KR á KR-vellinum í kvöld og tryggðu sér með því toppsætið í Pepsi-deild kvenna þar sem að Stjarnan tapaði óvænt í Grindavík.

Það var Danka Podovac sem tryggði Fylki sinn fyrsta sigur á KR frá upphafi þegar hún skoraði glæsilegt mark á 31. mínútu leiksins. Fylkir hafði tapað öllum sex leikjum sínum fyrir KR með markatölunni 4-46.

GRV-liðið hjálpaði Fylki með því að vinna 1-0 sigur á Stjörnunni en þetta var fyrsta tap Garðabæjarliðsins í sumar. Margrét Albertsdóttir skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Breiðablik vann að lokum 2-1 sigur á Aftureldingu/Fjölni þar sem öll mörkin komu á fyrstu 19 mínútum leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum yfir, Amanda Johansson jafnaði en Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan sigurmark Breiðabliks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×