Miami vann Boston og sigurganga Utah er á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2009 08:41 Dwyane Wade hefur farið hamförum að undanförnu og er vinsæll með stuðningsmanna. Mynd/GettyImages Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. "Ég náði bara að skora 32 stig," sagði Dwyane Wade brosandi eftir leikinn en hann er með 36,5 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Miami eftir Stjörnuleikshelgina. Boston var 55-50 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 18-32. Boston-liðið lék án fimm leikmanna þar á meðal byrjunarliðsmannanna Kevin Garnett (búinn að missa af 9 leikjum) og leikstjórnandans Rajon Rondo. Þetta tap þýðir að liðið er komið tveimur leikjum á eftir Cleveland í baráttunni um fyrsta sætið í Austurdeildinni. "Við höfum engar afsakanir. Við fengum okkar möguleika, vorum yfir í hálfleik en grófum okkur holu í þriðja leikhlutanum. Við verðum að átta okkur á því að við erum varnarlið fyrst og þar vinnum við leikina," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leik. Joe Johnson var með 31 stig og Josh Smith bætti við 22 stigum og 12 fráköstum þegar Atlanta Hawks vann 100-93 heimasigur á Utah Jazz og endaði 12 leikja sigurgöngu Jazz-liðsins. Deron Williams var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá Utah. Kobe Bryant skoraði 18 af 37 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til þess að vinna Houston Rockets á þeirra eigin heimavelli. Lakers vann leikinn 102-96. Lakers-liðið var búið að tapa þremur útileikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers og Josh Powell skoraði 17 stig. Chris Paul var með þrennu í 109-98 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Hann var frábær í þriðja leikhluta sem Hornets-liðið vann 40-22 og gerði út um leikinn en Paul var þá með 14 stig og 6 stoðsendingar. Antawn Jamison var með 25 stig og 10 fráköst hjá Washington. New York Knicks vann 116-111 útisigur á Detroit Pistons í framlengdum leik þar sem Nate Robinson kom inn af bekknum og skoraði 30 stig. Antonio McDyess (21 stig, 22 fráköst) náði fyrstu tröllatvennu Detroit-leikmanns í 11 ár en það dugði ekki til. Detroit lék án bæði Rasheed Wallace og Allen Iverson sem eru meiddir. Orlando Magic vann 107-79 sigur á Chicago Bulls og tryggði með því sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var fimmti sigur Orlando-liðsins í síðustu sex leikjum. Tony Battie var með 18 stig hjá Orlando alveg eins og John Salmons hjá Chicago. Stephen Jackson skoraði 29 stig þegar Golden State Warriors vann upp 14 stiga forskot New Jersey Nets í seinni hálfleik og tryggði sér 116-112 sigur. Jamal Crawford skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Það dugði ekki Nets að Devin Harris var með 31 stig og 12 stoðsendingar en fimm töp í sex leikja útileikjaröð eru líklega að kosta liðið möguleikann á að komast inn í úrslitakeppnina. Thaddeus Young var 29 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann Toronto Raptors 115-106. Þetta var sjötta tap Toronto í röð. Samuel Dalembert átti einnig mjög góðan leik fyrir 76ers en hann var með 19 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Minnesota Timberwolves endaði 10 leikja taphrinu með 104-79 sigri á Memphis Grizzlies. Ryan Gomes skoraði 25 stig fyrir Minnesota og þá var nýliðinn Kevin Love með 19 stig og 11 fráköst á móti liðinu sem valdi hann í nýliðavalinu en lét hann síðan fara í skiptum til Memphis. Það er að lifna yfir Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers 93-89 í nótt. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Dirk Nowitzki var með 29 stig og 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 20 stig í 112-99 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í síðustu tólf leikjum. NBA Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira
Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. "Ég náði bara að skora 32 stig," sagði Dwyane Wade brosandi eftir leikinn en hann er með 36,5 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Miami eftir Stjörnuleikshelgina. Boston var 55-50 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 18-32. Boston-liðið lék án fimm leikmanna þar á meðal byrjunarliðsmannanna Kevin Garnett (búinn að missa af 9 leikjum) og leikstjórnandans Rajon Rondo. Þetta tap þýðir að liðið er komið tveimur leikjum á eftir Cleveland í baráttunni um fyrsta sætið í Austurdeildinni. "Við höfum engar afsakanir. Við fengum okkar möguleika, vorum yfir í hálfleik en grófum okkur holu í þriðja leikhlutanum. Við verðum að átta okkur á því að við erum varnarlið fyrst og þar vinnum við leikina," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leik. Joe Johnson var með 31 stig og Josh Smith bætti við 22 stigum og 12 fráköstum þegar Atlanta Hawks vann 100-93 heimasigur á Utah Jazz og endaði 12 leikja sigurgöngu Jazz-liðsins. Deron Williams var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá Utah. Kobe Bryant skoraði 18 af 37 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til þess að vinna Houston Rockets á þeirra eigin heimavelli. Lakers vann leikinn 102-96. Lakers-liðið var búið að tapa þremur útileikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers og Josh Powell skoraði 17 stig. Chris Paul var með þrennu í 109-98 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Hann var frábær í þriðja leikhluta sem Hornets-liðið vann 40-22 og gerði út um leikinn en Paul var þá með 14 stig og 6 stoðsendingar. Antawn Jamison var með 25 stig og 10 fráköst hjá Washington. New York Knicks vann 116-111 útisigur á Detroit Pistons í framlengdum leik þar sem Nate Robinson kom inn af bekknum og skoraði 30 stig. Antonio McDyess (21 stig, 22 fráköst) náði fyrstu tröllatvennu Detroit-leikmanns í 11 ár en það dugði ekki til. Detroit lék án bæði Rasheed Wallace og Allen Iverson sem eru meiddir. Orlando Magic vann 107-79 sigur á Chicago Bulls og tryggði með því sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var fimmti sigur Orlando-liðsins í síðustu sex leikjum. Tony Battie var með 18 stig hjá Orlando alveg eins og John Salmons hjá Chicago. Stephen Jackson skoraði 29 stig þegar Golden State Warriors vann upp 14 stiga forskot New Jersey Nets í seinni hálfleik og tryggði sér 116-112 sigur. Jamal Crawford skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Það dugði ekki Nets að Devin Harris var með 31 stig og 12 stoðsendingar en fimm töp í sex leikja útileikjaröð eru líklega að kosta liðið möguleikann á að komast inn í úrslitakeppnina. Thaddeus Young var 29 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann Toronto Raptors 115-106. Þetta var sjötta tap Toronto í röð. Samuel Dalembert átti einnig mjög góðan leik fyrir 76ers en hann var með 19 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Minnesota Timberwolves endaði 10 leikja taphrinu með 104-79 sigri á Memphis Grizzlies. Ryan Gomes skoraði 25 stig fyrir Minnesota og þá var nýliðinn Kevin Love með 19 stig og 11 fráköst á móti liðinu sem valdi hann í nýliðavalinu en lét hann síðan fara í skiptum til Memphis. Það er að lifna yfir Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers 93-89 í nótt. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Dirk Nowitzki var með 29 stig og 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 20 stig í 112-99 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í síðustu tólf leikjum.
NBA Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira