Fótbolti

Celtic tapaði í Ísrael

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Celtic fagna marki sínu í kvöld en það dugði ekki til.
Leikmenn Celtic fagna marki sínu í kvöld en það dugði ekki til. Nordic Photos / AFP

Fjölmörgum leikjum er lokið í Evrópudeildinni og hafa þó nokkuð óvænt úrslit litið dagsins ljós.

Glasgow Celtic tapaði fyrir Hapoel Tel Aviv á útivelli í C-riðli. Georgios Samaras kom Celtic yfir á 25. mínútu en heimamenn skoruðu tvívegis á síðasta stundarfjórðungnum og tryggðu sér þar með sigurinn. Þýska liðið Hamburg steinlá fyrir Rapíd Vín í Austurríki í hinum leik riðilsins, 3-0.

CSKA Sofia og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í Sofíu. Michel kom búlgarska liðinu yfir á 62. mínútu en Diomansy Kamara jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar.

Þá tapaði Heerenveen fyrir Sporting Lissabon á heimavelli, 3-2. Arnór Smárason lék ekki með Heerenveen vegna meiðsla.

Meðal annarra úrslita má nefna að Valencia gerði 1-1 jafntevli við Lille í Frakklandi og Roma tapaði fyrir Basel í Sviss, 2-0.

Úrslitin:

Dinamo Zagreb - Anderlecht 0-2

Ajax - Timisoara 0-0

Lille - Valencia 1-1

Genua - Slavia Prag 2-0

Rapíd Vín - Hamburg 3-0

Hapoel Tel Aviv - Celtic 2-1

SHeerenveen - Sporting Lissabon 2-3

Hertha Berlín - Ventspils 1-1

Basel - AS Roma 2-0

CSKA Sofia - Fulham 1-1

Panathinaikos - Galatasaray 1-3

Sturm Graz - Dinamo Bukarest 0-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×