Gjaldeyriskreppan eykur á allan vanda Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2009 11:00 Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn. Fall Lehman hafði víðtæk áhrif á fjármálamörkuðum heimsins. Hafi verið siglt á milli ísjaka fram að þeim tíma þá lagðist við þetta algjört frost yfir fjármálamarkaði. Hér komu áhrifin fram í því að Glitnir missti fótana í fjármögnun. Eftirleikurinn er þekktur og endaði með hruni íslenska fjármálakerfsins. Alþjóðlega lausafjárkrísan og vandræði sem hlutust af undirmálslánum í Bandaríkjunum eru hins vegar ekki nema hluti af þeim þáttum sem aukið hafa á vandkvæði í fjármála- og efnahagsstjórn hér á landi. Ísland var þegar á leiðinni inn í krefjandi samdráttarskeið og ófáar greinar og skýrslur sem búið var að birta um möguleika þjóðarinnar á að ná „mjúkri lendingu" áður en hagvöxtur gæti tekið við sér á ný. Uppgangur hafði enda verið hér gífulegur, með þenslu af völdum stóriðju, skattalækkana og gegndarlausrar úthlutun á byggingarsvæði sem verktakar af öllum stærðum og gerðum gleyptu við án þess að nokkur virtist hafa hugsun á því að velta fyrir sér hver væri í raun byggingarþörfin í landinu. Er þar engu minni synd en að verða fótaskortur í áhættumati á fjármálamörkuðum og nærtækara að finna sökudólga þar fyrir vandræðagangi í íslensku efnahagslífi, en að horfa til sökudólga undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Þarna bera margir ábyrgð, stjórnmálamenn, embættismenn sveitarstjórna, forsvarsmenn í fjármálafyrirtækjum og þeir sem svo í framkvæmdirnar réðust. Vera kann hins vegar að að í öllum hamförum fjármálakerfisins frá því í fyrrahaust og áhyggjum fólks af verðmæti húsnæðis síns, hafi sjónar glatast á því að hér er við gjaldeyriskreppu að fást ofan á öll önnur vandræði. Þó er úrlausn í peningamálum þjóðarinnar og trúverðug stefna í þeim efnum í raun forsenda þess að hægt verði að greiða úr öðrum flækjum. Hér verður ekki hafin uppbygging á ný nema að til þess fáist fjármagn og það verður dýrt, ef ekki illmögulegt að fá, náist ekki að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórn landsins á erlendri grundu. Núverandi fyrirkomulag peningamála í umhverfi gjaldeyrishafta er til bráðabirgða. Um það er ekki deilt. Spurningin sem ríður á að svara er hvað á að taka við þessu bráðabirgðaástandi. Nú dugar ekki að hafna hinum og þessum hugmyndum, um leið og menn vilja afnema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, án þess að fylgi trúverðugar skýringar á því hvernig það eigi að gera. Raunhæfir kostir sem við blasa eru ekki margir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn. Fall Lehman hafði víðtæk áhrif á fjármálamörkuðum heimsins. Hafi verið siglt á milli ísjaka fram að þeim tíma þá lagðist við þetta algjört frost yfir fjármálamarkaði. Hér komu áhrifin fram í því að Glitnir missti fótana í fjármögnun. Eftirleikurinn er þekktur og endaði með hruni íslenska fjármálakerfsins. Alþjóðlega lausafjárkrísan og vandræði sem hlutust af undirmálslánum í Bandaríkjunum eru hins vegar ekki nema hluti af þeim þáttum sem aukið hafa á vandkvæði í fjármála- og efnahagsstjórn hér á landi. Ísland var þegar á leiðinni inn í krefjandi samdráttarskeið og ófáar greinar og skýrslur sem búið var að birta um möguleika þjóðarinnar á að ná „mjúkri lendingu" áður en hagvöxtur gæti tekið við sér á ný. Uppgangur hafði enda verið hér gífulegur, með þenslu af völdum stóriðju, skattalækkana og gegndarlausrar úthlutun á byggingarsvæði sem verktakar af öllum stærðum og gerðum gleyptu við án þess að nokkur virtist hafa hugsun á því að velta fyrir sér hver væri í raun byggingarþörfin í landinu. Er þar engu minni synd en að verða fótaskortur í áhættumati á fjármálamörkuðum og nærtækara að finna sökudólga þar fyrir vandræðagangi í íslensku efnahagslífi, en að horfa til sökudólga undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Þarna bera margir ábyrgð, stjórnmálamenn, embættismenn sveitarstjórna, forsvarsmenn í fjármálafyrirtækjum og þeir sem svo í framkvæmdirnar réðust. Vera kann hins vegar að að í öllum hamförum fjármálakerfisins frá því í fyrrahaust og áhyggjum fólks af verðmæti húsnæðis síns, hafi sjónar glatast á því að hér er við gjaldeyriskreppu að fást ofan á öll önnur vandræði. Þó er úrlausn í peningamálum þjóðarinnar og trúverðug stefna í þeim efnum í raun forsenda þess að hægt verði að greiða úr öðrum flækjum. Hér verður ekki hafin uppbygging á ný nema að til þess fáist fjármagn og það verður dýrt, ef ekki illmögulegt að fá, náist ekki að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórn landsins á erlendri grundu. Núverandi fyrirkomulag peningamála í umhverfi gjaldeyrishafta er til bráðabirgða. Um það er ekki deilt. Spurningin sem ríður á að svara er hvað á að taka við þessu bráðabirgðaástandi. Nú dugar ekki að hafna hinum og þessum hugmyndum, um leið og menn vilja afnema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, án þess að fylgi trúverðugar skýringar á því hvernig það eigi að gera. Raunhæfir kostir sem við blasa eru ekki margir.