Fótbolti

Verður Pepe notaður sem skiptimynt fyrir Ronaldo?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framhaldssagan um Cristiano Ronaldo heldur áfram.
Framhaldssagan um Cristiano Ronaldo heldur áfram. Mynd/AFP

Portúgalskt blað greinir frá því í kvöld að Real Madrid ætli að bjóða Manchester United leikmenn sem skiptimynt í kaupum liðsins á Cristiano Ronaldo.

Fyrr í dag voru fréttir af því í spænska blaðinu El Pais að Ronaldo væri falur fyrir 13,7 milljarða íslenskra króna.

Portúgalska blaðið Record heldur því aftur á móti fram að Real Madrid ætli að borga 5,2 milljarða fyrir Ronaldo en bjóða United jafnframt leikmenn með í kaupunum.

Einn af þessum leikmönnum er Pepe sem fékk nýverið tíu leikja bann fyrir að missa gjörsamlega stjórn á sér í leik á móti Getafe.

Það fylgir líka fréttinni í Record að Real Madrid ætli að borga Cristiano Ronaldo 2,2 milljarða íslenskra króna í árslaun sem þýðir 6 milljónir í laun á dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×