Fótbolti

Vítamark Cristiano Ronaldo dugði ekki Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Mynd/AFP

Juventus tryggði sér sæti í úrslitaleik Friðarbikarsins á móti Aston Villa á morgun eftir 2-1 sigur á Real Madrid í gærkvöldi. Bæði mörk Juventus komu eftir föst leikatriði eitthvað sem er að verða mikill akkilesarhæll hjá Madridarliðinu.

Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Real Madrid úr vítaspyrnu en náði þá að jafna leikinn eftir að Fabio Cannavaro hafði komið Juventus yfir á móti sínum gömlu félögum. Hasan Salihamidzic skoraði sigurmark Juventus í byrjun seinni hálfleiks.

Bæði mörk Juventus í leiknum voru skallamörk eftir fyrirgjafir frá Alessandro Del Piero úr föstum leikatriðum, mark Cannavaro kom eftir aukaspyrnu en sigurmark Salihamidzic eftir horn .

„Við erum búnir að fá á okkur fimm mörk úr föstum leikatriðum í síðustu þremur leikjum og það gengur ekki. Liðið er samt að bæta sinn leik en við höfum bara ekki unnið nægilega vel í að verjast föstum leikatriðum," sagði Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid.

Cristiano Ronaldo hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Real Madrid en bæði mörkin hafa komið úr vítaspyrnum. Raul fiskaði vítið í þessum leik eftir að hafa fengið stungusendingu frá Ronaldo.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×