Fótbolti

Tevez: Mögulega önnur úrslit hefði ég byrjað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez, leikmaður Manchester United.
Carlos Tevez, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez segir að hefði hann fengið að vera í byrjunarliði Manchester United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn hefðu úrslit leiksins mögulega orðið önnur.

Barcelona vann leikinn, 2-0, og kom Tevez inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Anderson.

Tveggja ára lánssamningur Tevez við United er að renna út og engar fregnir enn borist af því að United ætli sér að greiða þær 25,5 milljónir punda sem þarf til að halda honum hjá félaginu.

„Ég vildi vera í byrjunarliðinu í Róm en það var undir þjálfaranum komið að taka þá ákvörðun."

„En hefðum við lagt meiri áherslu á sóknarleikinn strax frá upphafði hefðu úrslit leiksins mögulega verið önnur."

„Þetta hefur ekki verið góður tími fyrir mig því ég hefði viljað fá fleiri mínútur. Ég er núna að bíða eftir fréttum frá umboðsmönnum mínum sem eru í samningaviðræðum um framtíð mína."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×