Körfubolti

Ágúst: Virkilega stoltur af mínu liði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ágúst Björgvinsson.
Ágúst Björgvinsson.

Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, var kampakátur með sigurinn á KR í kvöld. Hamarsliðið er nú komið áfram í átta liða úrslit Subway-bikarsins.

„KR er með meiriháttar gott lið og það var komin mikil pressa á það eftir að hafa unnið svona marga leiki í röð. Það var planið okkar að halda leiknum jöfnum og koma sterkari inn í fjórða leikhluta. Það gekk upp," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars.

„Þær voru í stöðu sem þær eru ekki vanar í vetur. Þær hafa venjulega verið búnar að gera út um leikina fyrir fjórða leikhluta. Á móti höfum við verið að klára okkar leiki í síðasta leikhlutanum og sú reynsla hjálpaði okkur mikið í dag."

„Það er ekkert annað en meiriháttar að ná að vinna toppliðið á þeirra heimavelli. Ég er virkilega stoltur af mínu liði, þetta bara sýnir að við erum líka virkilega gott lið," sagði Ágúst.




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Hamar fyrst liða til að leggja KR

Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74.

Benedikt: Vörnin náði sér ekki á strik

Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×