Umfjöllun: Grindvíkingar gjörsigraðir á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2009 21:54 Amani Bin Daanish náði sér ekki á strik í kvöld. Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira