Körfubolti

LeBron vann yfirburðasigur á Kobe

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James hefur verið frábær í vetur.
James hefur verið frábær í vetur. Nordic Photos/Getty Images

Það áttu margir von á því að það yrði hörð barátta á milli LeBron James og Kobe Bryant um nafnbótina leikmaður ársins í NBA-deildinni. Íþróttafréttamenn voru þó ekki á því þar sem James hlaut yfirburðakosningu.

Alls settu 109 íþróttafréttamenn af 121 James í efsta sætið. Kobe fékk aðeins tvö atkvæði í fyrsta sætið en hann hlaut þessa nafnbót í fyrra.

James er fyrsti leikmaður Cleveland Cavaliers sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Hann skoraði 28,4 stig að meðaltali í vetur. Gaf þess utan 7,2 stoðsendingar í leik og reif niður 7,6 fráköst. Hann varð annar í valinu á varnarmanni ársins.

„Þetta er staðurinn þar sem draumar mínir byrjuðu að rætast og ég vissi að þeir myndu rætast," sagði James.

„Það er magnað að vera kominn á lista með Jordan, Jabbar, Dr. J, Oscar Robertson. Þessir strákar greiddu götuna fyrir mig, Kobe, Chris Paul, Dwight Howard og Dwyane Wade svo einhverjir séu nefndir," sagði James sem hrósaði einnig liðsfélögum sínum og þjálfara.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×