Aflaráðgjöf sjómanna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. október 2009 06:00 Kristinn H. Gunnarsson skrifar um sjávarútveg Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni. Landssamband smábátasjómanna hefur samþykkt, að undirlagi Guðmundar Halldórssonar fyrrverandi formanns Eldingar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla á hverju ári. Rætt verður við aðila í sjávarútvegi og stefnt að því að ná samstöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarútvegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit um veiðar til að styðjast við þegar hann tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofnunum. Annað frá Hafrannsóknastofnun og hitt frá sjómönnum. Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og bæta matið á burðarþoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um sjávarútveg Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Vantraust sjómanna í garð stofnunarinnar hefur farið vaxandi og er svo komið að nær alger trúnaðarbrestur virðist vera milli sjómanna og stofnunarinnar. Að sönnu er vitneskja sjómanna engan veginn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkunum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofnana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum grunni. Landssamband smábátasjómanna hefur samþykkt, að undirlagi Guðmundar Halldórssonar fyrrverandi formanns Eldingar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla á hverju ári. Rætt verður við aðila í sjávarútvegi og stefnt að því að ná samstöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarútvegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit um veiðar til að styðjast við þegar hann tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofnunum. Annað frá Hafrannsóknastofnun og hitt frá sjómönnum. Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og bæta matið á burðarþoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar