Viðskipti innlent

Krónan styrkist um 1,4 prósent

Gengi krónunnar tók styrkingarkipp upp á 1,4 prósent í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun, samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengisvísitalan stendurn ú í 210 til 213 stigum, allt eftir bönkum. Lög sem samþykkt voru á Alþingi um miðnætti í gær um skýra styrkinguna. Í lögunum er skýrt hveðið á um að útflytjendur verði að skila gjaldeyri sínum.

Frumvarpið var lagt fram undir kvöld í gær og afgeitt úr efnahags- og skattanefnd um tíuleytið. Talið er að með því að víkja sér undan skilaskyldu á gjaldeyri sé stuðlað að frekari veikingu krónunnar.

Væntingar eru um að innlendir eigendur erlends gjaldeyris sjái hag í að selja hann nú þegar gengið styrkist. Það muni skila sér í auku innflæði.

Einn Bandaríkjadalur kostar nú 121,58 krónur, ein evra 160,9 og ein dönsk króna 21,6 íslenskar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×