Hlynur: Subasic var orðinn baggi á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 12:56 Hlynur var ekki ánægður með Subasic. Mynd/Stefán „Ástandið var orðið þannig að hann var orðinn baggi á okkur í stað þess að vera styrkur. Það var ekki hægt að una lengur við óbreytt ástand og þess vegna ákváðum við að reka hann. Við teljum okkur eiga meiri möguleika án hans gegn Grindavík en með honum," sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfari Snæfells, um uppsögn Slobodan Subasic hjá Snæfelli. Tíðindin komu nokkuð á óvart en samt ekki þar sem Subasic hefur verið afspyrnuslakur með Snæfellsliðinu. „Þetta er ágætis náungi en hann hefur verið eitthvað illa upplagður lengi. Þessi neikvæðni í kringum hann hafði staðið yfir svo vikum skipti og þetta gekk einfaldlega ekki lengur," sagði Hlynur en hvað var það nákvæmlega við hegðun Subasic sem var svona slæm? „Hann var bara í fýlu og með almenna neikvæðni. Það var reynt að tala við hann en það skilaði engu. Hann kom ágætlega fram við okkur þjálfarana en sýndi mörgum öðrum leikmönnum óvirðingu. Sérstaklega þeim sem hann fannst vera á eftir sér í goggunarröðinni. Ekki veit ég hvaða hann fékk það," sagði Hlynur og bætti við. „Honum fannst strákarnir ekki heldur sýna sér virðingu. Svo kvartaði hann yfir of litlum spiltíma hjá sér og fannst að ungu strákarnir spiluðu of mikið. Hann hefur einfaldlega ekki staðið sig eins og atvinnumaður og þess vegna var hann látinn fara." Aðspurður um hver ábyrgð þjálfaranna væri, af hverju þeir hefðu ekki tekið fyrr í taumana, sagði Hlynur. „Það eru kannski mistök að hafa ekki gert þetta fyrr. Hefðum við samt gert það hefðum við líklega verið sakaðir um að gefa honum ekki tækifæri. Við verðum ekki sakaðir um það. Þetta fór samt hríðversnandi og var ekki boðlegt lengur," sagði Hlynur Bæringsson. Þriðji leikur Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram i Grindavík á morgun. Grindavík leiðir einvígið 2-0 og getur komist í úrslitaeinvígið með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Ástandið var orðið þannig að hann var orðinn baggi á okkur í stað þess að vera styrkur. Það var ekki hægt að una lengur við óbreytt ástand og þess vegna ákváðum við að reka hann. Við teljum okkur eiga meiri möguleika án hans gegn Grindavík en með honum," sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfari Snæfells, um uppsögn Slobodan Subasic hjá Snæfelli. Tíðindin komu nokkuð á óvart en samt ekki þar sem Subasic hefur verið afspyrnuslakur með Snæfellsliðinu. „Þetta er ágætis náungi en hann hefur verið eitthvað illa upplagður lengi. Þessi neikvæðni í kringum hann hafði staðið yfir svo vikum skipti og þetta gekk einfaldlega ekki lengur," sagði Hlynur en hvað var það nákvæmlega við hegðun Subasic sem var svona slæm? „Hann var bara í fýlu og með almenna neikvæðni. Það var reynt að tala við hann en það skilaði engu. Hann kom ágætlega fram við okkur þjálfarana en sýndi mörgum öðrum leikmönnum óvirðingu. Sérstaklega þeim sem hann fannst vera á eftir sér í goggunarröðinni. Ekki veit ég hvaða hann fékk það," sagði Hlynur og bætti við. „Honum fannst strákarnir ekki heldur sýna sér virðingu. Svo kvartaði hann yfir of litlum spiltíma hjá sér og fannst að ungu strákarnir spiluðu of mikið. Hann hefur einfaldlega ekki staðið sig eins og atvinnumaður og þess vegna var hann látinn fara." Aðspurður um hver ábyrgð þjálfaranna væri, af hverju þeir hefðu ekki tekið fyrr í taumana, sagði Hlynur. „Það eru kannski mistök að hafa ekki gert þetta fyrr. Hefðum við samt gert það hefðum við líklega verið sakaðir um að gefa honum ekki tækifæri. Við verðum ekki sakaðir um það. Þetta fór samt hríðversnandi og var ekki boðlegt lengur," sagði Hlynur Bæringsson. Þriðji leikur Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram i Grindavík á morgun. Grindavík leiðir einvígið 2-0 og getur komist í úrslitaeinvígið með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum