Dómararnir gerðu rétt í að reka Ramune útaf 17. febrúar 2009 15:54 Ramune Pekarskyte var á dögunum valin leikmaður umferða 8-14 í N1 deildinni Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum. Ramune fékk rauða spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér þegar hún fór upp í skot en Stjörnukonan Alina Petrache fékk olnbogann í andlitið og steinlá. Haukar unnu leikinn 30-27 án Ramune sem fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir töpuðu hinsvegar undanúrslitaleik sömu liða í bikarnum með sex mörkum, 24-30, en Ramune tók út leikbann sitt í þeim leik. Dómaranefnd HSÍ hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á heimsíðu HSÍ:Frá Dómaranefnd. "Vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Hauka þar sem leikmaður Hauka, Ramune Pekarskyte, fékk útilokun í kjölfar sóknarbrots vill dómaranefnd koma því á framfæri að dómarar leiksins brugðust rétt við tilgreindu atviki og mátu atvikið í samræmi við reglu 8:5b (sjá einnig athugasemd við 8:5b) og beittu útilokun í samræmi við reglu 16:6b."Regla 8:5b Leikmaður sem stofnar heilsu mótherja í hættu þegar hann ræðst gegn honum skal útilokaður (16:6b) einkum ef hann: a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann, b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls, c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti. d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í hraðaupphlaupi mótherja; e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og að því gefnu varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og að því gefnu að markvörður hreyfi sig ekki.Athugasemd: Brot, þar sem jafnvel lítil líkamleg snerting á sér stað, geta verið hættuleg og haft alvarlegar afleiðingar ef þau eru tímasett þannig að andstæðingurinn er varnarlaus eða getur ekki á von á þeim. Við ákvörðun á útilokun í þessum tilvikum skal skoða áhættuna á því að skaða leikmanninn í stað þess er virðist lítil líkamleg snertingvið hann.Regla 16:6b 16:6 Dæma skal útilokun: b) fyrir brot sem stofna heilsu mótherja í hættu (8:5) Olís-deild kvenna Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum. Ramune fékk rauða spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér þegar hún fór upp í skot en Stjörnukonan Alina Petrache fékk olnbogann í andlitið og steinlá. Haukar unnu leikinn 30-27 án Ramune sem fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir töpuðu hinsvegar undanúrslitaleik sömu liða í bikarnum með sex mörkum, 24-30, en Ramune tók út leikbann sitt í þeim leik. Dómaranefnd HSÍ hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á heimsíðu HSÍ:Frá Dómaranefnd. "Vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Hauka þar sem leikmaður Hauka, Ramune Pekarskyte, fékk útilokun í kjölfar sóknarbrots vill dómaranefnd koma því á framfæri að dómarar leiksins brugðust rétt við tilgreindu atviki og mátu atvikið í samræmi við reglu 8:5b (sjá einnig athugasemd við 8:5b) og beittu útilokun í samræmi við reglu 16:6b."Regla 8:5b Leikmaður sem stofnar heilsu mótherja í hættu þegar hann ræðst gegn honum skal útilokaður (16:6b) einkum ef hann: a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann, b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls, c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti. d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í hraðaupphlaupi mótherja; e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og að því gefnu varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og að því gefnu að markvörður hreyfi sig ekki.Athugasemd: Brot, þar sem jafnvel lítil líkamleg snerting á sér stað, geta verið hættuleg og haft alvarlegar afleiðingar ef þau eru tímasett þannig að andstæðingurinn er varnarlaus eða getur ekki á von á þeim. Við ákvörðun á útilokun í þessum tilvikum skal skoða áhættuna á því að skaða leikmanninn í stað þess er virðist lítil líkamleg snertingvið hann.Regla 16:6b 16:6 Dæma skal útilokun: b) fyrir brot sem stofna heilsu mótherja í hættu (8:5)
Olís-deild kvenna Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira