Körfubolti

NBA: Spurs tapaði fyrir Oklahoma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Duncan og félagar voru ekki upp á sitt besta í nótt.
Duncan og félagar voru ekki upp á sitt besta í nótt. Nordic Photos/Getty Images

Oklahoma Thunder gerði sér lítið fyrir í nótt og lagði hið sterka lið San Antonio Spurs að velli með tveggja stiga mun, 78-76.

Þetta var leikur númer 1000 hjá Gregg Popovich, þjálfara Spurs, og hann var ekki eins eftirminnilegur og Popovich hafði vonast eftir. Hann er 24. þjálfarinn í deildinni sem nær þessum áfanga.

„Stundum er það martröð þjálfara að ná góðu forskoti í upphafi," sagði Popovich en hans menn náðu snemma 17 stiga forskoti í leiknum.

Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Thunder og Thabo Sefolosha 12. Tony Parker skoraði 28 stig fyrir Spurs og Tim Duncan skoraði 14 stig og tók 12 fráköst.

Úrslit næturinnar:

Oklahoma-San Antonio 78-76

Charlotte-Toronto 112-86

New Orleans-Houston 84-95

Memphis-Portland 92-103

Denver-NJ Nets 121-96

Staðan í NBA-deildinni



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×