Fótbolti

Pellegrini í skýjunum með þjálfarastarfið hjá Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pellegrini hér ásamt Florentino Perez, forseta Real Madrid.
Pellegrini hér ásamt Florentino Perez, forseta Real Madrid. Nordic Photos/Getty Images

Manuel Pellegrini á erfitt með að leyna gleði sinni yfir því að hann hafi fengið þjálfarastarfið hjá Real Madrid.

Chile-búinn Pellegrini er kominn til heimalandsins í frí þar sem hann hefur verið hundeltur af fjölmiðlamönnum sem vilja ólmir heyra sem mest í nýjum þjálfara spænska stórliðsins.

Pellegrini kemur til Real frá Villarreal þar sem hann þjálfaði í fimm ár við mjög góðan orðstír. Kom hann liðinu meðal annars í undan- og átta lið úrslit Meistaradeildarinnar.

„Pressan hjá Real Madrid er alltaf eins mikil og hún getur verið. Það skiptir engu máli hvað hin liðin gera. Real þarf alltaf að vera á toppnum," sagði Pellegrini.

„Ég vil stýra Real til fjölda ára. Ég hef verið að klifra hærra síðustu ár og það er ofboðslega ánægjulegt að það hafi síðan skilað mér þjálfarastarfinu hjá stærsta félagi heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×