NBA í nótt: Cleveland enn ósigrað heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2009 11:45 Anderson Varejao verst hér Chris Paul í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga