Flutningskostnaður hækkaður Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. nóvember 2009 03:15 Ríkisstjórnin kann að forgangsraða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar. Það er illt að vita til þess að sá ágæti málstaður umhverfisvernd, skuli misnotaður af ríkisstjórn sem skirrist ekki við að leggja með sérstökum hætti byrðar á íbúa landsbyggðarinnar. En þetta kallar forsætisráðherrann að ríkisstjórnin sé að jafna byrðarnar af nýrri skattheimtu. Sem sagt breiðu bökin finna menn sérstaklega á landsbyggðinni. Þá vitum við það. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgð á þessari forgangsröðun. Það gera líka þingmenn hennar sem með samþykki sínu á skattatillögum ríkisstjórnarinnar eru eins konar ábyrgðarmenn málsins. Það á líka við um þingmenn ríkisstjórnarflokkanna á landsbyggðinni. Alls staðar nema hér er kolefnisskattlagning hugsuð til þess að leysa aðra skattlagningu af hólmi. Hér er hún viðbótarskattur, en hefur ekkert með umhverfismál að gera. Nema að búa til skálkaskjól fyrir ríkisstjórnina. Fórnarlömbin eru meðal annars ferðaþjónusta, sjávarútvegur, einstök fyrirtæki og landsbyggðin. Við vitum að eftir því sem vegakerfið hefur batnað hefur flutningskostnaður lækkað, þó flestir vildu sjá enn meiri árangur. Nýleg dæmi frá Vestfjörðum sýna þetta. Þar lækkaði flutningskostnaður með nýjum vegum og styttri leiðum. Nú ætlar ríkisstjórnin að strika það út sem áunnist hefur í þessum efnum, eftir áralanga baráttu; og það með einu pennastriki. Og á sama tíma boðar fjárlagafrumvarpið að engar – og ég segi og skrifa – alls engar nýjar nýframkvæmdir verði boðnar út í vegagerð á næsta ári. Það er ekki nóg með að þannig séu slegnar út af borðinu öll fyrirheit um vegabætur. Þessar ákvarðanir, hækkun skatta og útboðsstopp, slá kalda meira og minna alla verktakastarfsemi út um landsins byggðir. Einyrkjarnir, dugnaðarforkarnir, sem áratugum saman hafa kannski byggt upp fyrirtæki sín, sjá nú afrakstur erfiðis síns að engu verða. Og það vegna meðvitaðrar stjórnarstefnunnar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kann að forgangsraða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar. Það er illt að vita til þess að sá ágæti málstaður umhverfisvernd, skuli misnotaður af ríkisstjórn sem skirrist ekki við að leggja með sérstökum hætti byrðar á íbúa landsbyggðarinnar. En þetta kallar forsætisráðherrann að ríkisstjórnin sé að jafna byrðarnar af nýrri skattheimtu. Sem sagt breiðu bökin finna menn sérstaklega á landsbyggðinni. Þá vitum við það. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgð á þessari forgangsröðun. Það gera líka þingmenn hennar sem með samþykki sínu á skattatillögum ríkisstjórnarinnar eru eins konar ábyrgðarmenn málsins. Það á líka við um þingmenn ríkisstjórnarflokkanna á landsbyggðinni. Alls staðar nema hér er kolefnisskattlagning hugsuð til þess að leysa aðra skattlagningu af hólmi. Hér er hún viðbótarskattur, en hefur ekkert með umhverfismál að gera. Nema að búa til skálkaskjól fyrir ríkisstjórnina. Fórnarlömbin eru meðal annars ferðaþjónusta, sjávarútvegur, einstök fyrirtæki og landsbyggðin. Við vitum að eftir því sem vegakerfið hefur batnað hefur flutningskostnaður lækkað, þó flestir vildu sjá enn meiri árangur. Nýleg dæmi frá Vestfjörðum sýna þetta. Þar lækkaði flutningskostnaður með nýjum vegum og styttri leiðum. Nú ætlar ríkisstjórnin að strika það út sem áunnist hefur í þessum efnum, eftir áralanga baráttu; og það með einu pennastriki. Og á sama tíma boðar fjárlagafrumvarpið að engar – og ég segi og skrifa – alls engar nýjar nýframkvæmdir verði boðnar út í vegagerð á næsta ári. Það er ekki nóg með að þannig séu slegnar út af borðinu öll fyrirheit um vegabætur. Þessar ákvarðanir, hækkun skatta og útboðsstopp, slá kalda meira og minna alla verktakastarfsemi út um landsins byggðir. Einyrkjarnir, dugnaðarforkarnir, sem áratugum saman hafa kannski byggt upp fyrirtæki sín, sjá nú afrakstur erfiðis síns að engu verða. Og það vegna meðvitaðrar stjórnarstefnunnar. Höfundur er alþingismaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun