Fótbolti

Heiðursmannasamkomulag við Barcelona á enda

Ómar Þorgeirsson skrifar
Manuel Pellegrini og Jorge Valdano.
Manuel Pellegrini og Jorge Valdano. Nordic photos/Getty images

Jorge Valdano framkvæmdarstjóri Real Madrid segir að félagið muni hiklaust kaupa leikmenn frá erkifjendunum í Barcelona ef svo beri við. Hann segir að meint heiðursmannasamkomulag sem ríkti í stjórnartíð Ramon Calderon hjá Real Madrid um að Madridingar og Börsungar myndu ekki stunda leikmannakaup -eða skipti sín í milli væri á enda.

„Af hverju ekki? Ef við sjáum möguleika á að fá leikmenn frá Barcelona, þá munum við ganga í málið. Markaðurinn er opinn öllum og það sama gildir um leikmenn Barcelona og Atletico Madrid. Þetta eru félög sem geta vel séð um sig sjálf og styrkt sig að nýju ef að þau myndu selja okkur leikmenn," segir Valdano.

Endurkoma Florentino Perez, forseta Real Madrid, fram á sjónarsviðið hefur eflaust ekki verið til þess að draga úr þessum viðsnúningi hjá Madridingum en hann var til að mynda maðurinn á bak við félagsskipti Luis Figo frá Barcelona til Real Madrid árið 2000.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×