Körfubolti

Keflvíkingar mæta með Kana gegn Njarðvík í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Pellot Rosa í leik með Keflavík í Powerade-bikarnum í haust.
Jesse Pellot Rosa í leik með Keflavík í Powerade-bikarnum í haust. Mynd/Stefán

Keflvíkingar eru búnir að fá til sín Bandaríkjamanninn Jesse Pellot Rosa og mun hann spila með liðinu í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Jesse Pellot Rosa lék með Keflavíkurliðinu í Powerrade-bikarnum í haust og var þá með 16,0 stig og 10,0 fráköst að meðaltali í tveimur leikjum. Keflavík lét hann fara þegar bankahrunið varð á Íslandi.

Jesse Pellot Rosa fór til Danmerkur eftir að Keflavík lét hann fara. Lið hans þar, SISU, komst ekki í úrslitakeppnina og tímabilið er því búið.

Rosa var með 24,1 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í 12 leikjum með liðinu en hann var meðal annars annar stigahæsti leikmaður dönsku deildarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×