Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu 12. mars 2009 11:05 Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira