Íslenski boltinn

Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik Þór/KA og KR síðasta sumar.
Frá leik Þór/KA og KR síðasta sumar.

Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni.

Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0.

Breiðablik og Stjarnan fylgja Val fast eftir í öðru og þriðja sætinu en Breiðablik mætir botnliði Keflavíkur í Kópavogi og Stjarnan heimsækir ÍR í Breiðholtið.

Þá mætast Þór/KA og Fylkir í athyglisverðum leik á Akureyri en liðin verma fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Norðanstúlkur hafa verið að spila vel undanfarið og hafa unnið sex leiki í röð í deildinni og halda áfram að þrýsta á toppliðin þrjú með sigri í kvöld.

Leikur Þór/KA og Fylkis hefst kl. 18.15 en hinir leikirnir þrír kl. 19.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×