Körfubolti

KR með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
KR vann sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild kvenna er liðið lagði Grindavík á útivelli, 77-58.

Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld. Snæfell tapaði sínum fyrsta leik er það tapaði stórt fyrir Íslandsmeisturum Hauka á útivelli, 70-43.

Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu þegar að Hamar tapaði einnig sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Njarðvík á útivelli, 83-61.

KR átti ekki í miklum vandræðum með Grindvíkinga. Liðið leiddi með sjö stigum í hálfleik, 27-20, og vann svo þriðja leikhluta með samtals sautján stiga mun.

Signý Hermannsdóttir skoraði átján stig fyrir KR og tók tólf fráköst. Þrír leikmenn voru með tólf stig.

Stigahæst hjá Grindavík var Pálína Skúladóttir með 22 stig.

Haukar voru með örugga forystu allan leikinn gegn Snæfelli en staðan í hálfleik var 39-24. Heather Ezell skoraði 26 stig fyrir Hauka en hjá Snæfelli var Kristen Green stigahæst með fjórtán stig.

Sigur Njarðvíkur á Hamar var sömuleiðis afar öruggur. Liðið tók góðan sprett í öðrum leikhluta og náði að koam sér í tíu stiga forystu í hálfleik, 34-24.

Shantrell Moss skoraði nítján stig fyrir Njarðvík, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði sautján stig.

Hjá Hamar var Koren Schram stigahæst með 20 stig.

KR er nú eitt í efsta sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjár umferðar. Haukar og Snæfell eru með fjögur stig. Keflavík er eina stigið sem er enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×