Körfubolti

NBA-deildin: James með 40 stig í sigri Cleveland

Ómar Þorgeirsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Nordic photos/AFP

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að LeBron James átti enn einn stórleikinn í vetur, Orlando vann risaslaginn gegn Boston og Atlanta er áfram á sigurbraut.

James skoraði 40 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 95-105 sigri Cleveland gegn Indiana en Mo Williams kom næstur hjá Cleveland með 18 stig en Danny Granger skoraði 19 stig fyrir Indiana.

Orlando vann 83-78 sigur gegn Boston í miklum baráttuleik þar sem Vince Carter var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig en Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 21 stig.

Þá hélt sigurganga Atlanta áfram þegar Houston kom í heimsókn en lokatölur urðu 105-103. Josh Smith tryggði Atlanta sjöunda sigurinn í röð þegar hann tók frákastið og stýrði boltanum glæsilega í körfuna eftir að Mike Bibby hafði misst marks í stöðunni 103-103 á lokaandartökunum.

Marvin Williams var annars stigahæstur hjá Atlanta með 29 stig en Carl Landry var stigahæstur hjá Houston með 18 stig.

Úrslitin í nótt:

Indiana-Cleveland 95-105

Philadelphia-Memphis 97-102

Toronto-Miami 120-113

Atlanta-Houston 105-103

Boston-Orlando 78-83

Oklahoma City-Washington 127-108

Dallas-Sacramento 104-102

Milwaukee-Charlotte 95-88

Golden State-Portland 108-94

LA Clippers-Denver 106-99





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×