Erlent

Esjan hvað ?

Óli Tynes skrifar
Gögur fjallasýn.
Gögur fjallasýn. MYND/AP

Reykjavík er ekki eina borgin í heiminum sem á sér fjall. Borgin Bern í Sviss á raunar þrjú sem eru alveg sæmilega rismikil.

Á þessari mynd má sjá frá miðri mynd toppana á Eiger, Mönch og Jungfrau. Eiger nær 3.970 metra hæð, Mönch 4.107 og Jung 4.158.

Til vinstri er turninn á kirkju postulanna Péturs og Páls í miðhluta gamla bæjarins í Bern.

Til samanburðar má geta þess að Esjan er hæst 914 metrar.

Jújú flott fjöll. En Esjan er samt sætust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×