Körfubolti

NBA-deildin: New Orleans endaði sigurgöngu Atlanta

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joe Johnson og félagar í Atlanta urðu að sætta sig við tap í nótt.
Joe Johnson og félagar í Atlanta urðu að sætta sig við tap í nótt. Nordic photos/AFP

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Atlanta Hawks tapaði loks eftir að hafa unnið sjö leiki í röð en New Orleans Hornets batt endi á sigurgönguna.

Þá fór LeBron James að vanda fyrir sínum mönnum í Cleveland Cavaliers sem unnu sigur gegn Philadelphia 76ers.

Nýliðinn Darren Collison hélt áfram að gera góða hluti í fjarveru Chris Paul og var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig í 96-88 sigri liðsins gegn heitasta liði deildarinnar Atlanta. Hjá Atlanta var Jamal Crawford stigahæstur með 20 stig.

LeBron James var atkvæðamestur að vanda þegar hann skoraði 32 stig og átti 9 stoðsendingar í 91-97 sigri Cleveland gegn Philadelphia. Sterkur varnarleikur Cleveland í lokaleikhlutanum skóp hins vegar sigurinn þar sem liðið hélt Philadelphia í aðeins 10 stigum.

Úrslitin í nótt:

New Orleans-Atlanta 96-88

Cleveland-Philadelphia 97-91

New Jersey-New York 91-98

Memphis-Milwaukee 98-103

Houston-Sacramento 113-106

San Antonio-Washington 106-84

Denver-Chicago 112-93

Utah-Detroit 100-97

Portland-Minnesota 106-78





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×