Körfubolti

NBA-deildin: Nowitzki fór á kostum í sigri gegn Spurs

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Nordic photos/AFP

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en mesta spennan var í 99-94 sigri Dallas Mavericks gegn San Antonio Spurs eftir framlengdan leik.

Dirk Nowitzki hélt uppteknum hætti í vetur og skoraði 41 stig og tók 12 fráköst fyrir Dallas en Tim Duncan var stigahæstur hjá San Antonio með 22 stig og 14 fráköst.

Nowitzki var sérstaklega drjúgur þegar líða tók á leikinn og skoraði til að mynda 11 stig í framlengingunni.

LeBron James bar að vanda lið Cleveland Cavaliers á öxlum sér en 34 stig hans og 9 stoðsendingar dugðu liðinu ekki til sigurs gegn Washington Wizards en lokatölur urðu 108-91.

James var eini leikmaður Cleveland sem skoraði yfir tíu stig í leiknum og ljóst að fleiri leikmenn þurfa að stíga fram ef liðið ætlar sér einhverja hluti á tímabilinu. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 31 stig.

Úrslitin í nótt:

Atlanta-Miami 105-90

Indiana-New York 103-110

Orlando-Oklahoma City 108-94

Philadelphia-Charlotte 86-84

Washington-Cleveland 108-91

Boston-Golden State 109-95

Memphis-LA Clippers 106-91

Milwaukee-New Jersey 99-85

Minnesota-Houston 84-97

Utah-Toronto 104-91

Dallas-San Antonio 99-94

Portland-Detroit 87-81



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×