Körfubolti

Helga með hæsta framlagið í einvígi KR og Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Einarsdóttir spilaði vel í leikjunum gegn Grindavík.
Helga Einarsdóttir spilaði vel í leikjunum gegn Grindavík. Mynd/Anton

KR-konur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna þegar þær unnu öruggan sigur á Grindavík í oddaleik í gær. KR vann leikinn 77-57 eftir að Grindavík hafði jafnað einvígið með sigri í Grindavík á fimmtudaginn.

KR-ingurinn Helga Einarsdóttir var með hæsta framlag allra leikmanna í einvíginu en hún skilaði 18,0 framlagsstigum að meðaltali í leik. Helga var með 10,3 stig og 5,3 fráköst að meðaltali í leik en hún hitti úr 55 prósent skota sinna og 88 prósent vítanna í leikjunum þremur.

Það voru þrír KR-ingar í efstu sætunum í framlagi í einvíginu því á eftir Helgu komu þær Hildur Sigurðardóttir (17,0) og Sigrún Ámundadóttir (14,3), Sigrún var reyndar jöfn Grindvíkingnum Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem var hæst í sínu liði.

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, fór fyrir sínu liði og var efst í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Hildur var með 16,7 stig, 10,7 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur var með 14 stiga og 6 frákasta forskot á næstu menn en gaf jafnmargar stoðsendingar og félagi sinn í KR-liðinu Margrét Kara Sturludóttir.

Sigrún Ámundadóttir úr KR og Petrúnella Skúladóttir úr Grindavík skoruðu flestar þriggja stiga körfur eða fimm hvor. Sigrúnn hitti úr 5 af 10 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Fórir leikmenn í einvíginu spiluðu meira en 30 mínútur að meðaltali og komu þær allar úr KR. Hildur Sigurðardóttir spilaði mest (36,3 í leik), en á eftir henni komu þær Helga Einarsdóttir (31,0), Margrét Kara Sturludóttir (30,7) og Sigrún Ámundadóttir (30,3).

Helga Einarsdóttir úr KR varði flest skot í einvíginu (9), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir úr KR og Petrúnella Skúladóttir úr Grindavík stálu flestum boltum eða 9 hvor og þá tók Guðrún Gróa langflest sóknarfráköst eða alls 15 í þremur leikjum.

Vísir.is hefur tekið saman hvaða leikmenn stóðu sig best í tölfræðinni í einvíginu.

Hæsta framlag í leik:

Helga Einarsdóttir, KR 18,0

Hildur Sigurðardóttir, KR 17,0

Sigrún Ámundadóttir, KR 14,3

Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík 14,3

Helga Hallgrímsdóttir, Grindavík 11,0

Margrét Kara Sturludóttir, KR 10,3

Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 10,3

Flest stig:

Hildur Sigurðardóttir, KR 50

Sigrún Ámundadóttir, KR 36

Margrét Kara Sturludóttir, KR 34

Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 32

Helga Einarsdóttir, KR 31

Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík 28

Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Grindavík 26

Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík 25

Íris Sverrisdóttir, Grindavík 22

Flest fráköst:

Hildur Sigurðardóttir, KR 32

Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík 26

Sigrún Ámundadóttir, KR 23

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR 23

Helga Hallgrímsdóttir, Grindavík 18

Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 17

Margrét Kara Sturludóttir, KR 17

Helga Einarsdóttir, KR 16

Flestar stoðsendingar:

Hildur Sigurðardóttir, KR 15

Margrét Kara Sturludóttir, KR 15

Íris Sverrisdóttir, Grindavík 10

Sigrún Ámundadóttir, KR 9

Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík 9

Flestar 3ja stiga körfur:

Sigrún Ámundadóttir, KR 5

Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 5

Guðrún Ósk Ámundadóttir, KR 4

Hildur Sigurðardóttir, KR 3

Margrét Kara Sturludóttir, KR 3

Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík 3

Íris Sverrisdóttir, Grindavík 3

Flest fengin víti

Hildur Sigurðardóttir, KR 20

Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík 15

Sigrún Ámundadóttir, KR 13

Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík 12

Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík 10

Helga Hallgrímsdóttir, Grindavík 10

Margrét Kara Sturludóttir, KR 10

Heildartölfræði liðanna í einvíginu:

Sigrar: KR + 1 (2-1)

Stig: KR +17 (201-184)

Fráköst: KR +30 (133-113)

Sóknarfráköst: KR +27 (59-32)

Tapaðir boltar: Grindavík -6 (33-39)

Villur: Grindavík -10 (64-74)

Varin skot: KR +6 (18-12)

3ja stiga körfur: KR +6 (21-15)

3ja stig skotnýting: Grindavík +0,8% (30,0%-29,2%)

Fengin víti: Grindavík +10 (74-64)

Vítanýting: Grindavík +3,7% (66,2%-62,5%)

Stig frá bekk: Grindavík +34 (68-34)

Mínútur frá bekk: Grindavík +85 (219-134)

Stig í 1. leikhluta: KR +4 (42-38)

Stig í 4. leikhluta: KR +22 (72-50)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×