Áfram frítt í strætó? 2. júní 2009 06:00 Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun