Fótbolti

Ferguson segir Arsenal-vörninni að passa sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, í leiknum í gær.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, í leiknum í gær. Mynd/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur sinna manna á Arsenal í fyrri leik undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni.

Ferguson sagði Arsenal-vörninni að passa sig því það yrði erfitt fyrir þá að halda hreinu í seinni leiknum. United fékk mörg góð færi í leiknum en eina mark leiksins skoraði John O'Shea í fyrri hálfleik.

„Við spiluðum hraðan bolta og hefðum átt að skora fjögur mörk en fyrir leikinn lagði ég áherslu á að vinna leikinn án þess að fá á sig mark," sagði Sir Alex Ferguson.

„Við vitum að við getum farið á Emirates og skorað og það er stórt vandamál sem Arsenaliðið þarf að glíma við," sagði skoski stjórinn fullur sjálfstrausts.

„Þetta væri miklu verra ef við værum ekki að skapa okkur færi. Ég trúi því að þeir eiga eftir að gera fleiri mistök og við eigum eftir að fá góð færi í seinni leiknum," sagði Ferguson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×