Fótbolti

Toni: Barcelona hefur áhuga á að fá mig

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luca Toni.
Luca Toni. Nordic photos/Getty images

Framherjinn Luca Toni hjá Bayern München staðfesti í samtali við Gazzetta dello Sport að Barcelona hefði áhuga á að fá hann í sínar raðir í sumar.

Bæjarar styrktu nýlega sóknarlínu sína þegar þeir fengu Mario Gomez og Ivica Olic en fyrir hjá félaginu er þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose. Toni gæti því verið tilbúinn að leita á önnur mið, sér í lagi ef Börsungar koma kallandi.

„Barcelona er með besta lið í heimi og það er sannur heiður að félagið hafi spurst fyrir um mig. Ég er samningsbundinn Bayern München en ég veit ekki hvort framtíð mín sé þar vegna þess að félagið er nýbúið að fjárfesta í öflugum framherjum," segir Toni sem útilokar heldur ekki að snúa aftur til Ítalíu þar sem stórliðin tvö í Mílanóborg eru sögð vera tilbúin að fjárfesta í honum.

Hinn 32 ára gamli Toni hefur leikið tvö keppnistímabil með Bæjurum og skorað 38 mörk í 56 leikjum með þýska félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×