Körfubolti

LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið NBA deildarinnar

LeBron James þótti besti leikmaður NBA deildarinnar í vetur
LeBron James þótti besti leikmaður NBA deildarinnar í vetur Nordic Photos/Getty Images

LeBron James, nýkjörinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni, fékk fullt hús atkvæða í úrvalslið deildarinnar sem tilkynnt var í dag.

Þetta er annað árið í röð sem James er í úrvalsliði deildarinnar, en hann fór fyrir liði Cleveland sem vann 66 leiki í deildarkeppninni og var með besta árangur allra liða í vetur.

James var næststigahæstur í deildinni með 28,4 stig að meðaltali í leik, 7,6 fráköst, 7,2 stoðsendingar og 1,7 stolna bolta.

Hinir fjórir leikmennirnir í úrvalsliðinu voru þeir Kobe Bryant hjá LA Lakers, Dwyane Wade hjá Miami, Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dwight Howard hjá Orlando Magic.

Dwyane er í fyrsta úrvalsliði deildarinnar í fyrsta sinn en Kobe Bryant í sjöunda sinn - þar af fjórða árið í röð.

Í öðru úrvalsliði deildarinnar voru þeir Chris Paul hjá New Orleans, Brandon Roy hjá Portland, Tim Duncan hjá San Antonio, Paul Pierce hjá Boston og Yao Ming hjá Houston.

Í þriðja úrvalsliði voru Chauncey Bullups hjá Denver, Tony Parker hjá San Antonio, Carmelo Anthony hjá Denver, Pau Gasol hjá LA Lakers og Shaquille O´Neal hjá Phoenix.

Aðeins Tim Duncan (9) og Shaquille O´Neal (8) hafa verið oftar í fyrsta úrvalsliði deildarinnar oftar en Kobe Bryant af þeim leikmönnum sem enn spila í deildinni.

Það var nefnd 122 fjölmiðlamanna frá Bandaríkjunum og Kanda sem stóð að valinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×