Fótbolti

Manchester City ætlar að reyna við Raul

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul var niðurbrotinn eftir 2-6 tap á móti Barcelona.
Raul var niðurbrotinn eftir 2-6 tap á móti Barcelona. Mynd/AFP

Manchester City er á eftir Spánverjanum Raul hjá Real Madrid ef marka má fréttir í spænskum blöðum í dag. Í Marca kemur fram að enska úrvalsdeildarliðið hafi boðið Madridarliðnu 40 milljónir evra fyrir hinn 31 árs gamla framherja.

Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan, eigandi enska liðsins, er tilbúinn að leggja út fyrir kaupverði Raul sem og enn meiri pening til að fá fleiri stjörnur til liðsins.

Raul hefur unnið fimm spænska meistaratitla og Meistaradeildina þrisvar sinnum. Brasilíumaðurinn Robinho sem leikur með City en var áður hjá Real Madrid hefur mælt með því að fá Raul til Manchester.

Raul er með samning við Real til ársins 2011. Hann varð fyrr á tímabilinu markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann hefur 18 sinnum í deildinni á þessu tímabili.

Það er samt fleiri ensk lið sem hafa áhuga á Raul og hafa lið Newcastle og Liverpool verið nefnd í því samhengi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×