Fótbolti

Kaká: Enska landsliðið mun eiga gott HM

Kaká.
Kaká. Nordicphotos/GettyImages
Brasilíumaðurinn Kaká telur að enska landsliðið gæti verið einn af helstu keppinautum landa sinna á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári. Brasilía mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik Álfukeppninnar annað kvöld.

Kaká hrósar Fabio Capello í hástert. „Enska liðið er að spila virkilega vel undir stjórn Capello. Liðið er með mjög, mjög góða leikmenn. Ég held að það muni ná langt á HM. En auðvitað vitum við að það er ekki nóg að hafa bara hæfileika í fótbolta," sagði stjarnan.

„Við skulum bíða og sjá hverjir komast í lokakeppnina, til að mynda er Portúgal í vandræðum með að komast þangað. En stærstu liðin núna eru Spánn, Argentína, Ítalía, Frakkland og England," sagði Kaká en listinn inniheldur eðlilega Brasilíu líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×