Jafnréttismál í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 27. nóvember 2009 06:00 Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun