Sport

Mayweather Jr fjórum kílóum þyngri en Marquez

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mayweater Jr og Marquez við vigtunina fyrir bardagann.
Mayweater Jr og Marquez við vigtunina fyrir bardagann. Nordic photos/AFP

Hnefaleikakapparnir Floyd Mayweather Jr og Juan Manuel Marquez voru í kvöld vigtaðir fyrir stórbardagann í nótt og þá kom í ljós að Bandaríkjamaðurinn Mayweather Jr var fjórum kílóum þyngri en Mexíkóbúinn Marquez.

Mayweather Jr er reyndar þyngri en leyfileg hámarks þyng er sem samþykkt var þegar bardaginn var settur á og þarf því líklega að borga sekt út af því.

Marquez var þó hvergi banginn þegar hann var inntur eftir þyngdinni.

„Mikið af fólki heldur að ég geti ekki unnið út af þyngarmuninum á okkur en ég hef æft gríðarlega vel fyrir bardagann og mér líður bara mjög vel og ég er fullur sjálfstrausts," sagði Marquez.

Mayweather Jr hefur aldrei skort sjálfstraustið og hann var samur við sig í kvöld.

„Ég verð að sýna öllum að ég er ennþá sá besti og það er ekkert að fara að breytast," sagði Mayweather Jr.

Bein útsending frá bardaganum hefst kl. 01 í nótt á Stöð 2 Sport.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×