Sport

Valuev ætlar að hefna sín

Nordic Photos/Getty Images

Hinn tröllvaxni Nikolay Valuev ætlar að leita hefnda fyrir eina tapið sitt á ferlinum í Helsinki þann 30. maí í sumar þegar hann mætir Ruslan Chagaev frá Úsbekistan.

Chagaev er eini maðurinn sem hefur unnið Valuev, en hann hirti af honum WBA titilinn í Stuttgart árið 2007. Chagaev er sjálfur ósigraður á ferlinum, en meiðsli hafa komið í veg fyrir að þeir mættust aftur í hringnum.

Valuev er 35 ára og hefur unnið 50 bardaga og tapað aðeins einum á ferlinum. "Ég er búinn að bíða eftir þessum bardaga í tvö ár. Loksin fæ ég að bæta fyrir eina tapið mitt á ferlinum," sagði Valuev.

Chagaev vann síðast sigur á Carl Davis Drummond frá Kosta Ríka í febrúar, en Valuev vann síðast ósannfærandi sigur á gamla hólknum Evander Holyfield í desember.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×