Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi 5. febrúar 2009 09:52 Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Um er að ræða kaup viðskiptavinanna á fjármálagerningi þar sem bankinn veitti þeim lán til að setja síðan inn á hávaxtareikning. Lögmaðurinn Solveig I. Lindemark segir að upplýsingar þær sem viðskiptavinirnir fengu hjá Glitni hafi verið "villandi, rangar og takmarkaðar. Þessum viðskiptum átti aldrei að mæla með, selja eða samþykkja," segir Lindemark. Viðskiptavinirnir fjórir sem um ræðir fjárfestu fyrir 3,6 milljónir norskra kr. eða um 60 milljónir kr. í þessum fjármálapakka Glitnis. "Skjólstæðingar mínir stóðu í þeirri trú að þetta væri sparnaðarleið fyrir þá," segir Lindemark. "Í staðinn var þetta lántaka þar sem féið var sett inn á hávaxtarekninga. Hver lánar fé til að setja inn á hávaxtareikninga?" spyr Lindemark. "Þetta er alger heimska." Fram kemur í ársuppgjöri Glitnis í Noregi fyrir síðasta ár að bankinn bauð og seldi svipaða fjármálapakka fyrir um 2,6 milljarða norskra kr. eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Björn Richard Johansen fjölmiðlafulltrúi BNbank vill ekki tjá sig um málið þar sem þetta er dómsmál og vísar að öðru leyti til uppgjörsins. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Um er að ræða kaup viðskiptavinanna á fjármálagerningi þar sem bankinn veitti þeim lán til að setja síðan inn á hávaxtareikning. Lögmaðurinn Solveig I. Lindemark segir að upplýsingar þær sem viðskiptavinirnir fengu hjá Glitni hafi verið "villandi, rangar og takmarkaðar. Þessum viðskiptum átti aldrei að mæla með, selja eða samþykkja," segir Lindemark. Viðskiptavinirnir fjórir sem um ræðir fjárfestu fyrir 3,6 milljónir norskra kr. eða um 60 milljónir kr. í þessum fjármálapakka Glitnis. "Skjólstæðingar mínir stóðu í þeirri trú að þetta væri sparnaðarleið fyrir þá," segir Lindemark. "Í staðinn var þetta lántaka þar sem féið var sett inn á hávaxtarekninga. Hver lánar fé til að setja inn á hávaxtareikninga?" spyr Lindemark. "Þetta er alger heimska." Fram kemur í ársuppgjöri Glitnis í Noregi fyrir síðasta ár að bankinn bauð og seldi svipaða fjármálapakka fyrir um 2,6 milljarða norskra kr. eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Björn Richard Johansen fjölmiðlafulltrúi BNbank vill ekki tjá sig um málið þar sem þetta er dómsmál og vísar að öðru leyti til uppgjörsins.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira