Fótbolti

Milan neitar því að Kaká sé að fara til Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká.
Kaká. Nordic Photos/Getty Images

Sirkusinn í kringum Brasilíumanninn Kaká heldur áfram í dag. Í gær sagðist Kaká ekki vera að fara frá AC Milan en um kvöldið hélt útvarpsstöð á Spáni því fram að búið væri að selja hann til Real Madrid.

Talið var að Milan hefði samþykkt 56 milljón punda tilboð í Brasilíumanninn og aðeins ætti eftir að ganga frá launapakka við leikmanninn.

Þessar fréttir fengu byr undir báða vængi þegar Adriano Galliani, æðsti prestur hjá Milan, fór til Madrid í gær.

Hann var þó ekki að fara til að ræða meinta sölu á Kaká heldur til að mæta í kvöldverð til heiðurs Florentino Perez sem var að taka aftur við forsetastöðu hjá Real.

Milan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skýrt er tekið fram að Galliani sé eingöngu í Madrid til þess að snæða með Perez og fleiri fyrirmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×