Fótbolti

Capdevila færði Barcelona titilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola fær hér flugferð.
Guardiola fær hér flugferð. Nordic Photos/Getty Images

Barcelona varð í kvöld annað liðið í Evrópu sem varð meistari í sínu landi án þess að reima á sig skóna. Ástæðan var sú að Real Madrid tapaði fyrir Villarreal, 3-2.

Það var Joan Capdevila sem skoraði sigurmark Villarreal á síðustu mínútu leiksins. Real Madrid á því ekki lengur möguleika á að ná Barcelona sem hefur átta stiga forskot þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Barcelona er því tvöfaldur sigurvegari á Spáni en Barca tryggði sér sigur í bikarkeppninni um daginn. Þriðji titillinn gæti komið í lok mánaðarins er liðið leikur gegn Man. Utd.

Titillinn er mikill sigur fyrir þjálfarann Pep Guardiola sem er að þjálfa í fyrsta skipti og því eðlilega á sínu fyrsta ári með Barcelona-liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×