Körfubolti

Helena: Vorum að spila við klassa lið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Helena Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir Mynd/Vilhelm
Helena Sverrisdóttir var ánægð með leik Íslands gegn Svartfjallalandi í dag þrátt fyrir tap en Helena var stigahæst Íslands í leiknum.

"Við vissum það fyrir leikinn að þær væru með mjög gott lið en ég er mjög ánægð með leikinn. Við börðumst vel og gerðum eins vel og við gátum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hittum ekkert í fyrri hálfleik en ég er mjög ánægð með seinni hálfleikinn."

"Við hittum illa en eins og ég sagði eru þær með klassa lið og það er erfitt að spila gegn svona góðu liði. Mér fannst við berjast og gera fullt af góðum hlutum þó við höfum ekki hitt vel. Á góðum degi hefðum við getað unnið þær," sagði Helena brosandi.

"Við höldum í við þær og erum mjög duglegar í seinni hálfleik. Það er mjög erfitt að leika gegn liði sem er með leikmenn sem flestir eru hávaxnari en við."

"Við vorum miklu ákveðnari í seinni hálfleik og höfðum gaman af hlutunum og vorum ekkert hræddar við þær. Við erum með gott lið og þegar við tökum okkur saman og höfum gaman af hlutunum og spilum af krafti og erum óhræddar þá gengur þetta alltaf mun betur," sagði Helena að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×