Enski boltinn

Ferguson minnist sigurs United á Juventus fyrir tíu árum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dwight York fer framhjá þeim Paolo Montero og Ciro Ferrara í leik United gegn Juventus fyrir tíu árum síðan.
Dwight York fer framhjá þeim Paolo Montero og Ciro Ferrara í leik United gegn Juventus fyrir tíu árum síðan. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson segir að leikmenn Manchester United eigi að hugsa um sigur liðsins á Juventus í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir áratug síðan.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Old Trafford og komst Juventus svo í 2-0 forystu á heimavelli í síðari leik liðanna. Manchester United vann þó á endanum 3-2 sigur með mörkum þeirra Roy Keane, Dwight Yorke og Andy Cole.

Í kvöld mætir United liði Porto í síðari viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum en Porto hefur aldrei tapað fyrir enskum andstæðingi á heimavelli í Evrópuleik.

„Við höfum átt mörg góð Evrópukvöld en Juventus-leikurinn er líklega sá sem stendur upp úr," sagði Ferguson. „Við unnum á útivelli eftir að hafa gert jafntefli heima og vonumst við eftir því sama í þessum leik. Það var leikur þar sem margir sterkustu leikmanna liðsins spiluðu mjög vel."

Eins og kunnugt er vann Manchester United sigur í Meistaradeildinni árið 1999 eftir ótrúlegan úrslitaleik við Bayern München.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×